|
Framtíð Ísraels
"Ég
var í Kaíró í Egyptalandi, með flugmiðann í hendinni og það
voru 15 til 20 mínútur, þar til kallað yrði út í flugvélina...
og eitthvað sagði við mig:
"Stundin
er ekki enn komin. Haltu þig frá Palestínu."
Ég
hélt að þetta hefði verið ég sjálfur. Ég hélt áfram eins og
ekkert hefði í skorist. En eitthvað sagði: "Þetta er ekki
stundin."
Ég fór á bak við flugskýli. Ég leit upp til himins og sagði:
"Guð varst þú að tala við mig?" Hann sagði:
"Þetta er ekki tíminn. Haltu þig frá Palestínu. Þetta er ekki
tíminn."
Þá breytti ég flugmiðanum mínum og flaug til Rómar, þaðan
til Lissabon í Portúgal og síðan heim til Bandaríkjanna.
Tíminn var ekki kominn. Heiðingjarnir hafa enn ekki fyllt mæli synda
sinna - ekki alveg upp á brún, en einn dag þá mun það gerast. Og
Guð mun reisa upp mann þar, sem er spámaður og mun sanna þeim ...
Ég treysti því að Guð muni reisa þennan mann upp þá og þegar,
hver svo sem það verður, þá muni Guð reisa hann upp snögglega.
Ég trúi því að það hljóti að gerast. Það er þess vegna, sem
við erum að fara í þetta efni - vegna þess hvað við erum
nærri..."
Úr ræðu eftir bróður Branham: "Gabriel's
Instructions to Daniel /07-30-61M"
Við
annað tækifæri, þá ræddi bróðir Branham um sama efni:
"Það
var eitthvað sem snerti við mér og sagði: "Ekki fara núna,
stundin er ekki komin." Sjáið til, tími heiðingjanna er
ekki fullnaður enn - deginum er ekki lokið. "Jæja"
hugsaði, ég, "þetta var bara ég sjálfur."
Ég hélt bara áfram eins og ekkert hefði í skorist. En ég fann til
svo mikillar snertingar, að ég stóðst það ekki. Ég fór á
bak við flugskýli og laut höfði. Ég sagði: "Faðir ert
þetta þú að tala við mig." Hann sagði: "Ekki
fara til Ísrael núna, stundin er ekki komin." Ég fór aftur
inn, lét breyta miðanum mínum og fór aðra leið, vegna þess að
stundin er ekki komin enn.
En einn daginn, þá mun boðskapurinn koma
til Ísrael. Guð mun senda þeim Móse og Elía eins og sagt er frá í
Opinberunarbókinni 11. kafla og þeir munu gera tákn og undur, þau
tákn sem fylgja Jehóva. Á sama tíma eru heiðingjarnir búnir
að vera. Þá er degi náðarinnar lokið hjá kirkjunni."
Úr ræðu eftir
bróður Branham: "The Ten Virgins and the 144.000 /12-11-60M"
...og
innsigli Guðs er heilagur andi. Núna, munum við byrja þar sem við
hættum í gærkvöldi í Esekíel 9. kafla. Þar segir frá því, að
spámaðurinn sá hvítasunnuna fyrir og sagði hvað mundi gerast. Hann
sá sex menn koma frá efra hliðinu og þeir höfðu eyðingarvopn
meðferðis. Munið þið. Tókuð þið eftir því að þetta var
aðeins ætlað Jerúsalem, aðeins fyrir Jerúsalem, því þar voru
Gyðingarnir... Guð höndlar heiðingjana sem einstaklinga. En
Ísrael er þjóð, þjóð Guðs.
Hvað um það, nokkrir af bræðrunum í kirkjunni, einn þeirra
Gyðingur að uppruna, höfðu verið að reyna að komast til Ísrael
og reyna að gera eitthvað fyrir Gyðinga. Hann sagði að sig langaði
að verða til þess að þeir kæmu til Drottins. Og hann kom í
kirkjuna einn morguninn. Hann stóð upp þegar smurningin var yfir og
sagði. "Bróðir Branham, mig langar til að spyrja þig
spurningar. Hvernig get ég komist til Jerúsalem? Ég hef reynt allt
mögulegt." Ég svaraði: "Ég veit ekki hvað ég á að
segja þér." Á sömu stundu þá kom hræring heilags anda og Hann
sagði: "Eigi er því þannig varið, því Ísrael mun
fæðast á einum degi."
Úr ræðu eftir bróður Branham: "The Mark of
the Beast" /02-17-61
Spámaðurinn
Jesaja sagði ....
"Hver
hefir heyrt slíkt? Hver hefir séð slíka hluti? Er nokkurt land í
heiminn borið á einum degi, eða fæðist nokkur þjóð allt í einu?
Því að óðara en Síon hefir kennt sóttar, hefir hún alið börn sín."
(Jesaja 66:8)
"Hver
hefir heyrt slíkt?" Aldrei áður hefur þjóð fæðst svo
skyndilega - á einum degi. Það stríðir gegn eðli heimsins, en er
partur af yfirnáttúrlegri áætlun Guðs. Tímaskeið
fæðingarhríðanna sem fylgja fæðingu Ísraels, er í Ritningunni
talað um, sem "angistartíma fyrir Jakob"
(Jeremía 30:7). Þar verður iðrandi minnihluti af Ísrael,
en þá mun þjóð fæðast á einum degi. Sá dagur nálgast
óðfluga, þegar Guð (ekki Sameinuðu þjóðirnar), mun
viðurkenna Ísrael sem þjóð.
Í
samræmi við áætlun Guðs um að safna fólkinu saman aftur inn í
landið, þá fór hin pólitíska Ísraelsþjóð að bruma árið 1948
og var viðurkennd sem þjóð meðal annarra þjóða. En þegar Guð
viðurkennir Ísrael sem þjóð, þá mun Ísrael skömmu síðar
verða þjóðin og ríkja yfir heiminum í þúsund ár.
Margir hafa ætlað sér að verða sigurverarar og reynt að stofna
ævarandi konungdæmi, en öllum hefur mistekist. Hitler stærði sig af
þúsund ára ríki fyrir þýsku þjóðina, en það kom í bakið á
honum og eyddi næstum Þýskalandi.
Varðandi
Hitler og hina villimannlegu tilraun til að eyða hinum náttúrlegu
afkomendum Abrahams í síðari heimsstyrjöld sagði bróðir Branham:
"Himneski
faðir, við lítum til framtíðarinnar í trú. Ég horfi núna í
trú, fram á við í átt að einhverju sem mun koma yfir jörðina og
draga þitt fólk saman ... Nákvæmlega eins og var í Egyptalandi,
þar kom til valda faraó, sem þekkti ekki Jósef, sama gerðist í
Þýskalandi og alveg yfir til Rússlands og Ítalíu. Fólkið reisti
upp Hitler, Stalín og Mússólíni, sem hötuðu Gyðinga. Þeir urðu
að fara aftur til heimalands síns. Guð, þú hefur leiðir til að
gera hlutina, sem við skiljum ekki. Þú þrýstir á þá... allt var
tekið af þeim...enginn staður til að fara á og þeir voru sendir
aftur til heimalandsins, aðeins til að uppfylla Orðið. Ó, hin
kærleiksríka hönd Guðs. Hvernig hún lítur stundum út fyrir að
vera grimm, það hvernig fólkið þjáist, en það er samt hin mjúka
hönd Jehóva, sem leiðir litlu börnin sín. Við þökkum þér
Drottinn."
Úr ræðu eftir bróður Branham: "The Third
Exodus" /06-30-63
Það
er erfitt fyrir marga Gyðinga, að þekkja hönd Guðs í öllu því,
sem gerst hefur í sögu þeirra. Sem stendur, þá eru þeir blindir
fyrir því sem stendur í ritum þeirra eigin spámanna, sem spáðu
að Ísrael mundi skiptast í tvö konungdæmi - Ísrael og Júdeu.
Þeir spáðu um undirokun og dreifingu meðal þjóðanna (vegna syndar
og óhlýðni) alls ísraelshúss. En spámennirnir töluðu líka um
að þjóðinni yrði aftur safnað saman inn í landið, til þess að
verða ein þjóð að nýju. Dýrðarríki í nærveru Guðs.
Spámaðurinn
Esekíel mælti...
"Orð
Drottins kom til mín, svohljóðandi:
"Þú
mannsson, tak þér staf og rita á hann: ,Júda og Ísraelsmenn, sem
eru í bandalagi við hann.' Tak því næst annan staf og rita á hann:
,Jósef, stafur Efraíms, og allir Ísraelsmenn, sem eru í bandalagi við
hann.' Teng þá síðan hvorn við annan í einn staf, svo að þeir
verði að einum í hendi þinni. Og er samlandar þínir tala til þín
og segja: ,Vilt þú ekki segja oss, hvað þetta á að þýða?'
Og mæl
til þeirra: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég sæki Ísraelsmenn til
þjóðanna, þangað sem þeir fóru, og saman safna þeim úr öllum
áttum og leiði þá aftur inn í land þeirra. Og ég vil gjöra þá
að einni þjóð í landinu, á Ísraels fjöllum, og einn konungur
skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi framar vera tvær
þjóðir og eigi framar vera skiptir í tvö konungsríki.
Og þeir
skulu eigi framar saurga sig á skurðgoðum sínum og viðurstyggðum,
eða með öllum tryggðrofssyndum sínum, og ég vil frelsa þá frá
öllum fráhvarfssyndum þeirra, sem þeir hafa drýgt, og hreinsa þá,
og þeir skulu verða mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð. Og þjónn
minn Davíð skal vera konungur yfir þeim, og þeir skulu allir hafa
einn hirði og lifa eftir setningum mínum og varðveita boðorð mín
og breyta eftir þeim. Og þeir skulu búa í landinu, sem ég gaf þjóni
mínum Jakob og feður yðar bjuggu í. Í því skulu þeir og búa og
börn þeirra og barnabörn til eilífðar, og þjónn minn Davíð skal
vera höfðingi þeirra eilíflega. Og ég mun gjöra við þá friðarsáttmála,
það skal vera eilífur sáttmáli við þá, og ég mun láta þá búa
að staðaldri í landinu og fjölga þeim og setja helgidóm minn meðal
þeirra að eilífu. Og bústaður minn skal vera hjá þeim, og ég
skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. Og þjóðirnar
skulu viðurkenna, að ég er Drottinn, sem helga Ísrael, þegar helgidómur
minn verður meðal þeirra eilíflega."" (Esekíel
37:15-18, 21-28)
Eins
og fyrirheitið var, þá mun Guð gera "eilífan
friðarsáttmála" við allt Ísraelshús, í hinu fyrirheitna
þúsund ára ríki friðarins, eins og segir í Opinberunarbókinni
20:1-7. Ísrael verður þjóðin sem fær Jesú Krist, son
Davíðs fyrir konung og hann mun ríkja með brúði sinni, sem er af
heiðnum uppruna.
Það
eru skiptar skoðanir meðal kennara í Guðsorði, varðandi það
fólk sem við köllum "Gyðinga".
Vegna synda þeirra og óhlýðni þá dreifði Guð þeim meðal
þjóðanna og gerði það að verkum að Gyðingar urðu "að
formæling, að skelfing, að spotti og háðung" (Jeremía
29:18) meðal þjóðanna. Sumir telja (það á einkum við
antisemitista) að Gyðingar hafi ekki neinu hlutverki að gegna í
áætlun Guðs. Aðrir telja, að þegar Gyðingar höfnuðu Jesú
Kristi, þá hafi Guð gefið þá upp á bátinn að eilífu. En þeir
eru líka til, sem telja að samkvæmt Orði Guðs, þá muni leifarnar
af kyni Abrahams frelsast, þegar tímum heiðingjanna sé lokið og
þá muni Guð snúa sér aftur að Gyðingum. Sbr. Lúkas 21:24 og
Róm.11:25
Guð
hefur sjálfur tengst Ísrael. Ísraelslýður er hin útvalda þjóð -
þar er um guðlega útvalningu að ræða.
Eftir að fyrsta samyrkjubúið var stofnað, snemma á 20. öldinni, í
landinu sem þá var kallað Palestína, hefur fólkið og landið
færst óðfluga í átt að þungamiðju spádómanna. Og Guð er að
leiða allt sem spáð hefur verið í uppfyllingu.
Engin önnur þjóð í veröldinni, hefur upplifað það að vera
sigruð, dreift í allar áttir meðal þjóðanna og síðan safnað
aftur saman og eftir það orðið miðpunktur athygli heimsins. Engin
önnur þjóð á jörðu, hefur verið útvalin af Guði. Engin önnur
þjóð hefur verið svo þjáð vegna synda sinna, með alla
heimsbyggðina sem áhorfendur. Engri annarri þjóð hefur verið
lyft svo hátt og dregin síðan svo langt niður. Það er ekki furða
að Guð Abrahams hafi hrópað gegnum spámanninn Jesaja: "Huggið,
huggið lýð minn! segir Guð yðar. Hughreystið
Jerúsalem og boðið henni, að áþján hennar sé á enda, að sekt
hennar sé goldin, að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins
fyrir allar syndir sínar!" (Jesaja
40:1-2)
Hann á allt lof, sá sem varðveitir Ísrael - hinn heilagi í Ísrael.
Ísrael
- landið og þjóðin, er land og þjóð Biblíunnar. Biblían er bók
sem hinir gyðinglegu spámenn rituðu undir smurningu Guðs, það sem
Guð hafði talað til þeirra. Biblían gagnrýnir Gyðinga oft, fyrir
að bregðast hlutverki sínu, að þjóna Guði - hlutverki sem Guð
hafði útvalið hana í. En samt, þá talar Biblían um að landið og
þjóðin verði endurheimt.
Ísrael
er land andstæðnanna - lítið að flatarmáli, en ómetanlega
mikilvægt. Útvalið af Guði um alla framtíð, en sett til hliðar af
Guði tímabundið. Höfuðborgin hefur nafn sem þýðir "borg
friðarins", en samt hefur hún verið uppspretta einhverra
samfelldustu átaka sem sögur fara af. Engin önnur þjóð segir okkur
meira um Guð, meira um okkur sjálf og hvert annað. Engin önnur
þjóð lýsir því yfir í tímanum, að það sé til Guð, sem
verðskuldar að menn óttist hann, elski hann og hlýði honum.
Hér
er land útvalið af Guði til þess að segja öllum heiminum að hann
sé einn Guð sem, verðskuldi það að vera tilbeðinn. Að hann
sé sá sem við syndgum gegn. Að hann einn framkvæmdi þá
syndafórn, sem nægði til þess að greiða fyrir syndir okkar. Að
hann einn er tilbúinn að fyrirgefa, ef við erum tilbúin að gefa
honum líf okkar og lifa í undirgefni við hann. En það er jafn
öruggt, að eins og Ísrael, bæði landið og þjóðin vitna um
tilveru lifandi Guðs, þá mun líka finnast í heiminum gyðingahatur,
nýnasistar, stjórnmálamenn og ríkisstjórnir andsnúnar
Ísrael, sem bera vitni um tilveru óvinar Guðs, Djöfulsins. Það mun
verða innan ekki langs tíma, að allar þjóðir jarðar (undir
áhrifum frá Djöflinum) munu snúast gegn þessu litla ríki. Drottinn
talaði í gegnum Sakaría og sagði:
"Á þeim degi mun ég gjöra
Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur
hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar
munu safnast gegn henni." (Sakaría 12:3)
Þegar líður að endalokunum, þá segir Biblían að allur
heimurinn muni sameinast í hatri á ísraelsku þjóðinni.
En
þrátt fyrir allt þetta, þá mun dýrðartími Ísraels koma.
"Hreyfing skal koma
á þjóðirnar og þær skulu halda upp í Jósafatsdal, því að þar
mun ég sitja til þess að dæma allar þjóðirnar, sem umhverfis eru.
Bregðið sigðinni, því að kornið er fullþroskað, komið og troðið,
því að vínlagarþróin er full, það flóir út af lagarkerunum, því
að illska þeirra er mikil.
Flokkarnir þyrpast saman í dómsdalnum, því að dagur Drottins er nálægur
í dómsdalnum. Sól og tungl eru myrk orðin, og stjörnurnar hafa
misst birtu sína.
En Drottinn þrumar frá Síon og lætur raust sína gjalla frá Jerúsalem,
svo að himinn og jörð nötra. En Drottinn er athvarf sínum lýð og
vígi Ísraelsmönnum. Og þér skuluð viðurkenna, að ég er
Drottinn, Guð yðar, sem bý á Síon, mínu heilaga fjalli. Og Jerúsalem
skal vera heilög og útlendingar skulu ekki framar inn í hana koma."
(Jóel 3:17-22)
Bróðir Branham sagði:
"...Líf
Guðs sjálfs er bundið Ísrael. Hann er kvæntur þessari þjóð.
... Líf Hans er bundið henni, nákvæmlega eins og ég er bundinn frú
Branham, sem situr þarna fyrir aftan og er konan mín og þú ert
bundinn þinni konu. Líf þitt er bundið í hjónabandi og Guð er
kvæntur Ísrael.
Jeremía sagði:
"Hverfið aftur, þér fráhorfnu synir
- segir Drottinn -, því að ég er herra yðar."
(Augu þeirra voru blinduð, til þess að
heiðingjarnir fengju sitt tækifæri, en þið munuð snúa aftur.)
"Og ég vil taka yður, einn úr hverri borg og tvo af hverjum
kynstofni, og flytja yður til Síonar, og ég vil gefa yður hirða
eftir mínu hjarta, og þeir munu gæta yðar með greind og hyggindum."
(Jeremía 3:14-15)
Það munu ekki allir sem kalla sig Gyðinga
frelsast, heldur mun aðeins útvalinn hluti taka við. Það var
aðeins Benjamín litli, sem Jósef vildi fá til sín. Það er sá
hópur úr hverri einustu þjóð, úr hverri borg og úr hverri
fjölskyldu sem verður með."
Úr ræðu eftir bróður Branham: Sixfold Purpose of
Gabriel's Visit to Daniel - 07-30-61E
Postulinn
Páll sagði í bréfinu til Rómverja:
"En
við Ísrael segir hann: "Allan daginn breiddi ég út hendur mínar
móti óhlýðnum og þverbrotnum lýð."" (Róm
10:21)
"Ég spyr nú: Hefur
Guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því. Sjálfur er ég Ísraelsmaður,
af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. Guð hefur ekki útskúfað
lýð sínum, sem hann þekkti fyrirfram. Eða vitið þér ekki,
hvað Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvernig hann kemur fram
fyrir Guð með kæru á hendur Ísrael: "Drottinn, spámenn þína
hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín og ég er einn skilinn
eftir, og þeir sitja um líf mitt." En hvaða svar fær hann hjá
Guði? "Sjálfum mér hef ég eftir skilið sjö þúsundir
manna, sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal." Svo eru þá líka á
vorum tíma leifar orðnar eftir, sem Guð hefur útvalið af náð.
En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri
náðin ekki framar náð.
Hvað þá? Það sem Ísrael
sækist eftir, það hlotnaðist honum ekki, en hinum útvöldu hlotnaðist
það. Hinir urðu forhertir, eins og ritað er:
-
Guð gaf þeim sljóan
anda,
augu sem sjá ekki,
eyru sem heyra ekki,
allt fram á þennan dag.
Og Davíð segir:
-
Verði borðhald þeirra
snara og gildra,
til falls og til hegningar þeim!
Blindist augu þeirra, til þess að þeir sjái ekki,
og gjör bak þeirra bogið um aldur.
Þá spyr ég: Hvort hrösuðu
þeir til þess að þeir skyldu farast? Fjarri fer því, heldur hlotnaðist
heiðingjunum hjálpræðið af falli þeirra, til þess að það
skyldi vekja þá til afbrýði. En ef fall þeirra er heiminum auður
og tjón þeirra heiðingjum auður, hve miklu fremur þá ef þeir koma
allir?
En við yður, þér heiðingjar, segi ég: Að því leyti sem ég er
postuli heiðingja, vegsama ég þjónustu mína." (Róm. 11:1-13)
"Ég vil ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þennan
leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla
yður hyggna. Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og
varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn. Og þannig
mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og ritað er:
-
Frá Síon mun
frelsarinn koma
og útrýma guðleysi frá Jakob.
Og þetta er sáttmáli minn við þá,
þegar ég tek burt syndir þeirra.
Í ljósi fagnaðarerindisins
eru þeir óvinir Guðs vegna yðar, en í ljósi útvalningarinnar elskaðir
sakir feðranna. Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar."
(Róm 11:25-29)
Í 1.
Mósebók, 12. kafla gefur Guð Abraham loforð og Guð stendur við
öll sín loforð. Þar segir: "Far þú burt úr landi
þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til
landsins, sem ég mun vísa þér á.
Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og
gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.
Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem
þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar
blessun hljóta."
Þetta loforð er jafnáreiðanlegt í dag og
þegar Guð gaf það Abraham fyrir 4000 árum. Hann mun ekki yfirgefa
sitt fólk, því hann er tengdur því ævarandi böndum.
Samt er það svo, að í gegnum aldirnar, þá hefur trú Gyðinga
verið prófuð og reynd geysilega. Það er vandfundin sú þjóð, sem
ekki hefur í einn eða annan tíma ofsótt Gyðinga og jafnvel valdið
þeim dauða. Það er til ævarandi hneisu, að jafnvel kristið fólk,
sem hefur verið blint fyrir áætlun Guðs, hefur tekið þátt í að
ofsækja Gyðinga. En allt til dagsins í dag, þá er það trú
Abrahams á hinn eina sanna Guð, sem heldur ísraelslýð uppi. Þeir
eru í dag í sínu eigin landi, en það er ekki vegna þeirra eigin
réttlætis, heldur vegna þess sem Drottinn lofaði Abraham.
"Og Abram trúði Drottni,
og hann reiknaði honum það til réttlætis." (1. Mós. 15:6)
Já landið Ísrael er þeirra eigin,
samkvæmt ákvörðun Guðs, eins og segir í 1. Mósebók kafla 13,
vers 14-17: "Drottinn sagði
við Abram, eftir að Lot hafði skilið við hann: "Hef þú upp
augu þín, og litast um frá þeim stað, sem þú ert á, til norðurs,
suðurs, austurs og vesturs. Því að allt landið, sem þú sér, mun
ég gefa þér og niðjum þínum ævinlega. Og ég mun gjöra niðja
þína sem duft jarðar, svo að geti nokkur talið duft jarðarinnar,
þá skulu einnig niðjar þínir verða taldir. Tak þig nú upp og far
þú um landið þvert og endilangt, því að þér mun ég gefa það.""
"Palestínumenn"
nútímans hafa engan rétt til landsins. Landið er loksins komið
aftur í hendur réttmætra eigenda. Það er stórmerkilegt, hvað
"Palestínumenn" eru uppteknir af því að reyna að eigna
sér það sem þeir eiga alls ekki. Ein ástæðan er reyndar sú, að
Gyðingar hafa (með hjálp Guðs) fengið eyðimörkina til að
blómstra eins og rós. Þeir Arabar sem bjuggu í landinu um aldir
lögðu það í eyði." Það er líka stórfurðulegt hvað
"Palestínumenn" og Arabaríkin í kring, eru ákveðin í að
þvinga fram ríki "Palestínumanna", þegar nágrannaríkin
hafa tugþúsundir ferkílómetra af nýtanlegu landi, sem enginn
ræktar eða gerir neitt við. Þetta er ótvírætt merki um
það, að baráttan snýst um fleira en pólitík og landsvæði í
Mið-Austurlöndum. Á þessu svæði er í gangi hörð andleg
barátta.
Satan
þekkir það Orð sem Guð hefur talað varðandi okkar tíma og
Ísrael og hann er staðráðinn í að nota leiðtoga múslima og
andlega fráfallna kristna leiðtoga ásamt fjölmiðlum, til þess að
snúa öllum heiminum gegn Ísrael og á endanum mun honum takast það
ætlunarverk. Á þeim tímapunkti, þá verður "Guð
Abrahams", eini raunverulegi bandamaður Ísraels. Og þegar
allar þjóðir safnast saman í Megiddódal gegn Ísrael, þá mun
Jehóva sjálfur (eins og hann hefur gert svo oft í gegnum tíðina)
koma til hjálpar - og frelsa Ísrael í síðasta sinn og hefja
dýrðarríkið, eins og segir í Esekíel 37:27-28: "Og
bústaður minn skal vera hjá þeim, og ég skal vera þeirra Guð og
þeir skulu vera mín þjóð. Og [heiðnu]
þjóðirnar skulu viðurkenna, að
ég er Drottinn, sem helga Ísrael, þegar helgidómur minn verður meðal
þeirra eilíflega.""
Jesús
sagði við lærisveinana: "Hann
sagði þeim og líkingu: "Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám.
Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum
yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér
sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd."" (Lúkas
21:29-30) Fíkjutréð hefur alltaf verið
Gyðingaþjóðin. En hann sagði ekki aðeins "fíkjutrénu",
heldur líka "öðrum
trjám". "Þegar
þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum
yður, að sumarið er í nánd."
Hann var ekki aðeins að tala um fíkjutréð, heldur önnur tré
líka.
Úr ræðu eftir bróður Branham: "The Second
Coming of the Lord" - 04-17-57
"...
Takið nú eftir, Hann (Jesús), talar út spádóm og segir: "...og
Jerúsalem verður fótum troðin af heiðingjum, þar til tímar heiðingjanna
eru liðnir." (Lúk. 21:24)
Múhameðstrúarmenn hafa tekið hana yfir, við sjáum það. Og
mig langar til að þið horfið á ástandið í kvöld, hvernig
Ísmael og Ísak, eiga enn í átökum í Jerúsalem, þar sem því var
spáð. "
Úr ræðu eftir bróður Branham: "The Second
Coming of the Lord" - 04-17-57
"...Nú,
Gyðingarnir hafa verið dreifðir um allan heim, mikill fjöldi,
milljónir í Þýskalandi og á Ítalíu, í Bandaríkjunum og um allan
heim. Og Guð, með sama hætti og hann herti hjarta Faraós, þá herti
hann hjarta Mússólíní til Gyðinga og Gyðingar voru flæmdir frá
Ítalíu. Hann herti hjarta Hitlers og Gyðingar voru fjarlægðir frá
Þýskalandi. Hann herti hjarta Stalíns, og Gyðingar voru fjarlægðir
úr Rússlandi. Og hafið þið tekið eftir blöðunum, að Bandaríkin
eru að snúast á sveif með Aröbum? Ó bróðir, letrið er á
veggnum [fyrir Ameríku]. Guð sagði: "Ég mun blessa
þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir."
"
Úr ræðu eftir bróður Branham: "The Second
Coming of the Lord" - 04-17-57
Spámaðurinn spáði fyrir 2800 eða 3000
árum og sagði: " Hverjir
eru þessir, sem koma fljúgandi eins og ský og sem dúfur til búra
sinna? Mín bíða eylöndin, og Tarsis-knerrir fara fremstir til þess
að flytja sonu þína heim af fjarlægum löndum, og þeir hafa með sér
silfur sitt og gull sitt - vegna nafns Drottins Guðs þíns og vegna
Hins heilaga í Ísrael, af því að hann hefir gjört þig vegsamlega.
" (Jesaja 60:8-9)
Hér er því spáð að þjóðin muni
koma heim aftur bæði fljúgandi og á skipum.
Í dag blaktir sexarma stjarna Davíðs, yfir Jerúsalem eftir meira en
2500 ár. Fíkjutréð er að bruma, Jerúsalem er að vaxa, Drottinn er
að endurreisa. Dagar heiðingjanna eru taldir. Ef þú vilt vita hvað
tímanum líður varðandi endurkomu Drottins, þá skaltu líta til
Ísrael. Ísrael er klukka Guðs.
|